Bjarni Valgeirsson var svo heppinn að vera dreginn út í Ólympíuleik Íslandsbanka og er nú á leiðinni til Lundúna þar sem hann mun fara á leik Íslands og Túnis í handbolta. Með Bjarna í för verða unnusta hans og þriggja mánaða gömul dóttir. Kemur þetta fram í tilkynningu frá bankanum.

Dregið var úr viðskiptavinum Íslandsbanka sem hafa skráð sig í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka og eru að safna áheitum á hlaupastyrk.is. Bjarni hafði skráð sig í 10 km hlaup fyrir um mánuði og hélt að það væri verið að gera at í sér þegar starfsmaður bankans færði honum gleðitíðindin.