*

mánudagur, 26. júlí 2021
Innlent 18. mars 2015 08:52

Vann í bakvinnslu og er grunuð um fjárdrátt

Starfsmaður í bakvinnslu MP banka er grunaður um fjárdrátt upp á nokkrar milljónir króna.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Starfsmaður MP banka, sem vikið var frá störfum í gær vegna gruns um misferli í starfi, er kvenkyns og starfaði í bakvinnslu bankans. Hún er grunuð um að hafa dregið sér fé. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu.

Í Kjarnanum kemur fram að fjárhæðin sé upp á nokkrar milljónir króna. Starfsmönnum hafi verið tilkynnt um málið á starfsmannafundi í gær og konunni sagt upp störfum þegar hinn meinti fjárdráttur uppgötvaðist.

Fram kemur í Fréttablaðinu að málið hafi komið upp þegar afleysingarstarfsmaður sá að uppgjör innan bankans stemmdu ekki. Gerði hann stjórnendum bankans viðvart um að ekki væri allt með felldu. Málið hefur verið tilkynnt til lögreglu.

Stikkorð: MP banki