Árni Páll Árna­son sigraði Sig­ríði Ingi­björgu Inga­dótt­ur í for­manns­kjöri Sam­fylk­ing­ar­inn­ar á lands­fundi flokks­ins. Mbl.is greinir frá þessu. Árni Páll fékk 49,49% at­kvæða eða 241 at­kvæði en Sig­ríður Ingi­björg 49,28% eða 240 at­kvæði. Árni verður því áfram formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.

Sig­ríður Ingi­björg til­kynnti for­manns­fram­boð sitt seinni part­inn í gær en Árni hef­ur gegnt for­mennsku frá lands­fundi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar 2013 og setið á þingi frá ár­inu 2007. Sig­ríður Ingi­björg tók sæti á þingi tveim­ur árum síðar.