Þrátt fyrir skýra lagalega skyldu stjórnarmanna í hlutafélögum til að gefa bú félags upp til gjaldþrotaskipta þegar félagið verður ógreiðslufært er mjög sjaldgæft að það sé gert hér á landi. Á árunum 2001 til 2011 voru aðeins um 5% gjaldþrotabeiðna komnar frá félagsstjórnum, en 95% frá lánardrottnum. Kemur þetta fram í nýrri meistararitgerð í lögfræði sem Unnur L. Hermannsdóttir varði í vor.

Ritgerðin ber heitið Skylda félagsstjórnar til að afhenda bú félags til gjaldþrotaskipta, og tekur m.a. á hugsanlegri skaðabóta- eða refsiábyrgð stjórnar félags sem ekki sinnir þessari skyldu. Hér á landi skapast skyldan til að framselja bú félags til gjaldþrotaskipta þegar félag er ógreiðslufært, þ.e. ef félagið getur ekki staðið í fullum skilum við lánardrottna sína þegar kröfur falla í gjalddaga og ekki verður talið sennilegt að greiðsluörðugleikar muni líða hjá innan skamms tíma.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf útgáfu af blaðinu undir liðnum Tölublöð hér að ofan.