Miðað við árshlutauppgjör bæði Landsbankans og Arion banka þá virðast heildarvanskil vera að aukast þrátt fyrir að lán í meira en 90 daga vanskilum hafi fækkað. Ný vanskil virðast vera að aukast og gera það að verkum að hlutfall allra vanskila af heildarútlánum bankanna hækkar.

Á síðustu árum hafa vanskil hjá bönkunum minnkað jafnt og þétt. Í lok árs 2010 voru til að mynda um 28,6% útlána til viðskiptavina Landsbankans flokkuð í vanskilum en um 9% í lok árs 2012. Á síðustu þremur mánuðum hefur hlutfallið hækkað upp í 11,4%.

Hjá Arion banka er um svipaða sögu að ræða. Í lok árs 2012 voru um 14,6% af heildarútlánum til viðskiptavina í vanskilum en um 7,2% í lok árs 2012. Á fyrstu þremur mánuðum þessa árs hefur hlutfallið hækkað á ný og er um 8,1%.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér .