Vanskil hjá Íbúðalánasjóði eru 4,1 milljarður en ekki 75 milljarðar að mati Guðmundar Bjarnasonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Íbúðalánasjóðs. Vanskil eru því 0,6% af heildarútlánum. Hann bendir á að ef lántakandi lendi í vanskilum með 50 þúsund króna afborgun af 20 milljóna króna láni í þrjá mánuði þá séu vanskil 150 þúsund krónur en ekki 20 milljónir. Þegar talan 75 milljarðar sé nefnd er átt við höfuðstól allra lána sem vanskil hafa myndast á. Á árum áður og út árið 2008 voru vanskil um 0,05% - 0,07% en á árinu 2009 hafi vanskil hækkað í 0,25% og um mitt síðast liðið ár hafi þau verið 0,4%. Þetta kemur fram í grein Guðmundar í Fréttablaðinu í dag.