Fjármálaeftirlitið hefur tekið saman tölur um vanskil útlána hjá innlánsstofnunum frá árinu 2000 og til ársloka 2007. Heildarskuldir hafa á tímabilinu aukist úr 625 milljörðum króna í tæplega 4.700 milljarða.

Hlutfall vanskila af útlánum er um 0,4%, en í lok þriðja ársfjórðungs ársins 2007 var það 0,5%. Vanskilahlutfallið hefur ekki verið lægra frá árslokum 2000.

Vanskilahlutfall fyrirtækja er 0,3% en var 0,4% á þriðja ársfjórðungi 2007. Vanskilahlutfall einstaklinga er 0,7%, sem er lægra en það var árfjórðungana á undan.

Í frétt Fjármálaeftirlitsins um málið kemur þó fram að hafa verði í huga við þennan samanburð að í árslok eru færð út endanlega afskrifuð útlán sem koma til lækkunar á brúttó vanskilafjárhæðum og hafa þannig áhrif á vanskil í lok 4. ársfjórðungs í samanburði við næstu ársfjórðunga á undan.