1.125 manns sem fá vaxtabætur eru í vanskilum hjá Íbúðalánasjóði og verður vaxtabótunum skuldajafnað á móti vanskilum samtals að upphæð 94,7 milljónir króna.

Vaxtabætur eru látnar ganga upp í vanskil fram til 15. júní.

„Þótt iðulega séu tveir skuldarar (t.d. hjón) að hverju láni Íbúðalánasjóðs, er einungis einn skuldari skráður fyrir hverju láni í tölvukerfi Reiknistofu bankanna, sem heldur utan um skuldabréfaskrá sjóðsins. Þess vegna er ekki dregið af vaxtabótum nema annars skuldarans vegna vanskilanna,“ segir á vef Íbúðalánasjóðs.

Einungis vaxtabótum er skuldajafnað á móti vanskilum við Íbúðalánasjóð en ekki öðrum greiðslum frá ríkissjóði, svo sem barnabótum eða ofgreiddum skatti.