Malcolm Walker, forstjóri matvörukeðjunnar Iceland, reynir nú að útvega sér 1,5 milljarða punda láni til að kaupa hlut skilanefndar Landsbankans í Iceland. Hlutur skilanefndarinnar er 67% og má því reikna út Walker meti matvörukeðjuna á rúmlega 2,2 milljarða punda.

Malcolm Walker
Malcolm Walker
Fleiri hafa sýnt áhuga á yfirtöku 796 verslana Iceland og má þar nefna matvörukeðjunar Morrisons, Asda, Cooperative og Sainsbury. Walker hefur forskot á þessa aðila þar sem hann hefur rétt á því að jafna og ganga inn í öll tilboð sem berast  í eignarhlut skilanefndar Landsbankans.

Eins og áður hefur komið fram á Malcom Walker í viðræðum við nokkra banka um kaup á keðjunnar af skilanefnd Landsbankans.

Landsbankinn eignaðist 67% hlut í Iceland þegar Baugur Group varð gjaldþrota. Þá á Walker 23% hlut í Iceland ásamt fleiri stjórnendum. Walker á forkaupsrétt á hlut Landsbankans en skilanefndin hafnaði tilboð sem hann gerði árið 2010.