Landsbankann vantar átján milljarða í erlendum gjaldeyri til þess að vera mögulegt að greiða til baka 228 milljarða gjaldeyrisskuld sína við gamla Landsbankann (LBI). Morgunblaðið greinir frá málinu og segir þetta koma fram í útreikningum frá LBI.

Segir Morgunblaðið það koma fram í útreikningunum að það sé mat eftirlitsmanns LBI að hluti lána sem eru bókfærð sem erlend eign, eða 36 milljarðar króna, muni ekki skila bankanum samsvarandi tekjum í erlendri mynt heldur krónum. Þannig telji LBI að gjaldeyriseignir bankans séu ofmetnar sem nemur þessari fjárhæð.