Um leið og atvinnuleysi eykst í Danmörku fjölgar einnig störfunum sem ekki fæst fólk til að vinna. Þetta kemur fram á vefsíðu Danmarks Radio og í Jyllandsposten. Vinnumálastofnun þar í landi gerði könnun síðasta haust sem sýndi að það vantaði starfskrafta í 10.000 störf. Þetta voru byggingarstörf, ræstistörf og í störf innan þjónustugeirans. Einnig var þörf á kokkum og múrurum svo dæmi séu tekin.

Verið er að skoða hvort fyrirtæki í Danmörku séu ekki að nýta sér atvinnumiðlun eða hvort það vanti virkni í atvinnumiðlunarkerfið.