Eiginfjárstaða Íbúðalánasjóðs (ÍLS) stenst ekki markmið um 5% eiginfjárhlutfall til lengri tíma. Við síðustu áramót var hlutfallið 2,3% og hafði þá hækkað um 0,1 prósent frá ársbyrjun, þrátt fyrir 33 milljarða eiginfjárinnspýtingu ríkisins á síðasta ári. Ársreikningur stofnunarinnar var birtur í síðustu viku. Sigurður Erlingsson, framkvæmdastjóri ÍLS, segir að þörf sé á um 10 milljarða til viðbótar til þess að eiginfjárhlutfallið standist markmið.