Starfsmaður námufélagsins South32 lét lífið í starfi þegar hann var að sjá um dreifingu á kolum fyrir félagið. Samt sem áður kom fram í ársreikningi South32 að enginn starfsmaður hefði misst lífið á þessu ári og var framkvæmdastjóra félagsins umbunað rausnarlega fyrir afrekið.

Ástralska félagið hafði missti tvo aðra starfsmenn árið áður en ekki gert grein fyrir því. South32 sagði við Wall Street Journal að ástæðan væri vegna þess að félagið hefði ekki getað komið í veg fyrir þau tvö dauðsföll. Slíkt á að minnsta kosti ekki við um slys starfsmannsins sem lést í ár og hefur félagið hliðrað til stefnu sinni.

Ekki er um að ræða einsdæmi þar sem önnur félög líkt og Anglo-American og Glencore PLC telja ekki öll dauðsföll sem gerast við námuflutninga. Slíkt lækkar heildar dánartíðnina en umbun stjórnenda hjá námufélögum kann að vera tengt dauðsföllum starfsmanna, því geta stjórnendur stórgrætt á slíkri vantalningu.

Undanfarin ár hefur námuvinnsla orðið töluvert öruggari og dauðsföllum fækkað í samræmi. Hins vegar hefur tölfræði bæði fyrirtækja og stjórnvalda gjarnan verið misvísandi sem getur hafa leitt til færra skráðra tilfelli en ella.

Á síðasta ári dóu um 270 starfsmenn Vale SA vegna námuvinnslu í Brasilíu. Að lágmarki 162 létu lífið við námuvinnslu í síðasta mánuði í Búrma.