Kosið var um vantraust á ríkisstjórnina, þingrof og nýjar kosningar á Alþingi rétt í þessu, en tillagan var ekki samþykkt. Það var stjórnarandstaða Samfylkingar, Vinstri grænna, Bjartrar framtíðar og Pírata sem lagði fram tillöguna gegn ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokk.

Fyrir atkvæðagreiðsluna hvöttu Árni Páll Árnason og Katrín Jakobsdóttir stjórnarmenn til þess að greiða atkvæði með tillögunni, en þingmenn stjórnarflokkanna eru 38 af 63 í heildina. Það var því ljóst áður en kosið var um tillöguna að ef þingmenn stjórnarflokkanna kysu gegn henni í sameiningu yrði hún ekki samþykkt.

Tillaga um þingrof og kosningar var þá einnig felld með meirihluta stjórnarflokkanna.