Vantrauststillaga á ríkisstjórnina var felld á Alþingi í kvöld. Kosið var um hverja málsgrein vantrauststillögunnar. Fyrri málsgrein tillögunnar var „Alþingi ályktar að lýsa vantrausti á ríkisstjórnina“ og sú síðari „Alþingi lýsir þeim vilja sínum að þing verði rofið fyrir 11. maí og efnt til almennra þingkosninga í framhaldinu“. Kosið var með nafnakalli við fyrri málsgrein.

Við fyrri málsgrein féllu atkvæði 32-30 gegn tillögunni. Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Framsóknarflokksins greiddi ekki atkvæði. Síðari málsgreinin var felld með 36 atkvæðum gegn 22.