Hin nýja ríkisstjórn George Papandreou, forsætisráðherra Grikklands, stóðst vantraustsatkvæðagreiðslu sem fram fór í gríska þinginu í gær. Atkvæðin féllu þannig að 155 þingmenn studdu stjórnina, 143 greiddu atkvæði gegn henni og 2 sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. Næst á dagskrá þingsins er að samþykkja 28 milljarða evra niðurskurð á fjárlögum, skattahækkanir, einkavæðingu og efnahagslegar umbætur sem eru skilyrði 12 milljarða evra láns frá Evrópusambandinu. Án lánsins mun Grikkland ekki geta staðið við skuldbindingar sínar.

Eins og komið hefur fram í fréttum hafa Grikkir undanfarna daga mótmælt fyrirhuguðum aðgerðum i efnahagsmálum harðlega.