Vantrausttillaga stjórnarandstöðunnar á ríkisstjórnina var felld í atkvæðagreiðslu á Alþingi rétt í þessu. Stjórnarþingmenn greiddu atkvæði gegn henni, sem og Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Frjálslynda flokksins.

Kristinn var þar með eini stjórnarandstæðingurinn sem greiddi atkvæði gegn tillögunni. Hann taldi tillöguna ekki tímabæra.

Umræður um tillöguna hafa staðið yfir á Alþingi í allan dag.

Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, mælti fyrir tillögunni. Hann sagði í lokaatkvæðagreiðslunni að stjórnin myndi þurfa að játa sig sigraða. Það væri aðeins tímaspursmál hvenær.

Tillagan var felld með 42 atkvæðum. 18 sögðu já og 42 nei.