Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út um þrjú leytið í nótt vegna vantsleka í húsnæði Ölgerðarinnar á Grjóthálsi. Þetta kemur fram í frétt á vef Ríkisútvarpsins . Töluvert vatnstjón varð að sögn varðstjóra slökkviliðsins en mikið vatn lak af efri hæð hússins.

Lak vatn inn á skrifstofur og urðu einhverjar skemmdir á lofti, hurðakörmum og öðrum innanstokksmunum. Samkvæmt frétt Rúv er talið að eitthvað hafi farið í hitaelementi. Dælubílar frá tveimur stöðvum voru sendir á staðinn og tók það slökkviliðsmenn um þrjár klukkutíma að ljúka störfum.