*

laugardagur, 16. október 2021
Fólk 9. júní 2013 11:49

Var aðstoðarmaður í átta ár

Ragnheiður Elín Árnadóttir var aðstoðarmaður Geirs H. Haarde áður en hún settist á þing árið 2007.

Ritstjórn
Birgir Ísl. Gunnarsson

Ragnheiður Elín Árnadóttir,2. þingmaður Suðurkjördæmis, er sest í stól iðnaðarog viðskiptaráðherra í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar. Ragnheiður Elín hefur lengi starfað í pólitík. Hún settist á þing fyrir Sjálfstæðisflokkinn árið 2007. Þá bauð hún sig fram í Suðvesturkjördæmi en færði sig um set í alþingiskosningunum 2009 og bauð sig þá fram í Suðurkjördæmi. Frá árinu 1998 var hún aðstoðarmaður Geirs H. Haarde.

Eiginmaður Ragnheiðar Elínar er Guðjón Ingi Guðjónsson framkvæmdastjóri. Þau eiga tvo syni, Árna Þór, fæddur 2002, og Helga Matthías, fæddur 2008. Stjúpdætur hennar eru Gígja Sigríður, fædd 1989, og Karítas Sveina Guðjónsdætur, fædd 1994.

Fjallað er um náms- og starfsferil Ragnheiðar Elínar á Fólk-síðu Viðskiptablaðsins í nýjasta tölublaði. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum tölublöð.