Á blaðmannafundi vegna ráðningar nýs knattspyrnustjóra hjá West Ham greindi Alan Curbishley frá því að hann hafa verið beðin um að taka við starfinu á mánudaginn, sama dag og Alan Pardew var rekinn.

Alan Curbishley er fæddur 8 nóvember árið 1959 í London. Hann gekk til liðs við West Ham United árið 1974 þá 15 ára gamall. Hann spilaði 85 leiki fyrir félagið og skoraði 5 mörk í þeim á fimm árum. Þ lá leið hans til liða eins og Birmingham City, Aston Villa, Chartlon og svo loks Brigton eins og kemur fram á netmiðlinum www.gras.is .

Curbishley byrjaði þjálfara feril sinn árið 1991 er hann tók við Charlton. Þeir komust í úrslitakeppni næst efstu deildar árið 1998 en frá árinu 2000 hefur liðið verið í efstudeild. Árið 2004 náði Charlton besta árangri sínum frá upphafi er liðið endaði í sjöunda sæti.