*

mánudagur, 16. maí 2022
Innlent 21. nóvember 2021 12:29

Bjargað á elleftu stundu

Arctic Trucks á Íslandi var komið í mjög þrönga stöðu í lok síðasta árs áður en Frumtak keypti félagið og fjármagnaði.

Júlíus Þór Halldórsson
Arctic Trucks sinnir allskyns þjónustu við bíla, meðal annars sérhæfðum breytingum fyrir jöklaferðir.
Haraldur Guðjónsson

Arctic Trucks á Íslandi var komið í verulegan rekstrarvanda í lok síðasta árs og var í kjölfarið selt út úr Arctic Trucks samstæðunni. Reksturinn hafði lengi gengið illa en var farinn að sýna batamerki eftir skipulagsbreytingar þegar faraldurinn sló hann niður aftur.

Frumtak, stærsti hluthafi Arctic Trucks International sem þá var móðurfélag hins íslenska, hafði hug á að hjálpa félaginu yfir hjallann, en móðurfélagið sá sér ekki fært að styðja við íslenska dótturfélagið. Frumtak keypti því nær allt hlutafé Arctic Trucks á Íslandi í febrúar síðastliðnum á 150 milljónir króna, og hefur síðan þá lagt því til 100 milljónir til viðbótar. Reksturinn tók síðan að braggast á ný eftir því sem leið á árið og Guðfinnur Þór Pálsson, framkvæmdastjóri félagsins, segist vongóður um að rekstrarniðurstaðan verði betri í ár en í fyrra.

Mikill viðsnúningur þrátt fyrir högg vegna faraldursins
Arctic Trucks á Íslandi eitt og sér velti rétt ríflega milljarði króna í fyrra og stundar víðtæka og fjölbreytta starfsemi. Guðfinnur stýrði félaginu frá 2007 til 2012, en sagði svo skilið við félagið og hélt á önnur mið. Árin 2018-2019 fór að halla verulega undan fæti í rekstrinum, og í árslok 2019 var Guðfinnur fenginn aftur inn til að rétta reksturinn af. Það ár skilaði félagið 150 milljóna króna tapi.

Skerptu áherslur og einfölduðu starfsemina
Aðgerðir stjórnenda hafa gengið út á að skerpa áherslur félagsins og draga úr starfsemi í þeim einingum sem hafa ekki verið að virka. Guðfinnur segir félagið á ágætis leið á þessu ári, en eftirköst faraldursins séu enn að valda félaginu vandræðum. „Vandinn í dag snýr að aðföngum, eins og allir þekkja. Það hægir á okkur. Batinn mætti vera hraðari, en í meginatriðum er reksturinn að fara í rétta átt. Áherslurnar eru skarpari, við erum að einfalda starfsemina og einbeita okkur að því að vera bílaþjónustufyrirtæki hér á Íslandi.“

Nánar er rætt við Baltasar Kormák í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð, aðrir geta skráð sig í áskrift hér.

Stikkorð: Frumtak Arctic Trucks