Guðbjörg Matthíasdóttir
Guðbjörg Matthíasdóttir
Guðbjörg M. Matthíasdóttir, útgerðarkona frá Vestmannaeyjum, er efst kvenna á lista Ríkisskattstjóra yfir þá sem greiddu hæsta skatta fyrir árið 2012. Ef farið er í gegnum allar þær þúsundir blaðsíðna í álagningarskrám, sem lagðar voru fram í dag, má þó finna aðra konu sem greiddi hærri skatta. Sú greiddi ríflega 140 milljónir í tekjuskatt fyrir árið 2012, samkvæmt álagningarskrám.

Samkvæmt upplýsingum Viðskiptablaðsins er þó um villu að ræða sem fólust í reiknuðum leigutekjum. Guðbjörg er því réttmæt skattadrottning 2012. Hún greiðir samtals um 136 milljónir í skatta vegna síðasta árs. Fyrir ofan Guðbjörgu á listanum eru Magnús Kristinsson og Kristján V. Vilhelmsson. Í fjórða sæti listans sem birtur var fyrr í dag er Guðbjörg Edda Eggertsdóttir,forstjóri Actavis á Íslandi.