Credit Action, bresk góðgerðasamtök sem veita ráðgjöf varðandi skuldsetningu og miðar að því að fá fólk til að hugsa betur um peningana sína, segja auglýsingar um ódýr lán fyrir fólk með lélegt lánshæfismat sem birtast á Facebook síðum brjóta gegn auglýsingareglum. Samtökin hafa kvartað til stjórnvalda vegna þessa.

Yfirleitt felast brot þeirra sem auglýsa á Facebook gegn auglýsingareglum í því að ekki er að finna hvaða vexti lánin bera, en lánin bjóðast með tryggingu í annað hvort launum lántakanda eða í bíl.

Talsmaður Credit Action sagði við BBC frétastofuna að síður á borð við Facebook njóti vaxandi vinsælda, einnig á meðal lánafyrirtækja sem veita neyslulán til skamms tíma. „Þetta er vinsæl aðferð vegna þess að fyrirtækin ná til ungs fólks, en Facebook er vinsæl meðal þess markhóps“ sagði nefndur talsmaður.

Fréttaritari BBC segir að auglýsingarnar séu settar á Facebook nú þar sem fólki reynist erfiðara að verða sér úti um lán á hefðbundinn hátt.

Facebook er talið hafa um 50 milljón notendur út um allan heim, þar af um 8,5 milljónir í Bretlandi.