Ríkislögreglustjóri hvetur fólk til að vera á varðbergi gagnvart símtölum erlendis frá þar sem viðtakanda símtalsins er boðið að leggja fjármuni sína á bankareikninga í útlöndum.

Vitað er að í a.m.k. einu tilviki barst símtal frá óskráðu GSM-númeri í Danmörku, en sá sem hringdi kynnti sig sem starfsmann tiltekinnar bankastofnunar í Danmörku.

Þetta kemur fram á vef Lögreglunnar.