Seðlabankastjórar víðsvegar að úr heiminum sendu í gærkvöldi út viðvörun vegna verðbólgu sem eykst nú víða. Hækkandi orkuverð getur haft afdrifarík áhrif efnahagsframvinu allra landa, bæði ríkra og fátækra.

Fundurinn er haldinn í Sviss vegna alþjóðlegrar ráðstefnu (e. Bank for International Settlements). Þrátt fyrir að flest lönd heims glími nú við svipuð vandamál vegna hækkandi orkuverðs, var lögð áhersla á að engin alhliða töfralausn fyrirfyndist.

Í löndum þar sem stærstur hluti útfgjalda heimilanna er vegna matvæla er heldur heimsverðbólga á hrávörum ekki bara hagstjórnarvandamál, heldur félagslegt.