Samtök ferðaþjónustunnar vara alvarlega við þeirri tillögu sem fram hefur komið og er til breytingar á þriðju tillögu að aðalskipulagi Skagafjarðar 2004-2016. Tillaga þessi var kynnt á fundi sveitarstjórnar Skagafjarðar þann 24. september sl.

"Samtökin benda á að efling ferðaþjónustu hefur verið eitt meginmarkmið stjórnvalda á undanförnum árum. Áframhaldandi vöxtur er best tryggður með öflugri þjónustu og fjölbreyttri afþreyingu. Góð afþreying er lykilatriði í að laða ferðamenn til landsins. Jökulár Skagafjarðar eru afar vinsæl afþreying bæði meðal erlendra og innlendra ferðamanna enda einhverjar þær bestu og fjölbreyttustu til fljótasiglinga í Evrópu.

Einnig hefur umtalsverð atvinnustarfsemi byggst upp í kringum fljótasiglingarnar sem skapað hafa tekjur í byggðarlaginu. Það er því undarlegt að fórna dýrmætu svæði án þess að fram hafi komið hvers kyns atvinnuuppbyggingu virkjanirnar komi til með að hafa í för með sér.

Með samþykkt þessarar breytingar er verði að stofna áframhaldandi uppbyggingu í ferðaþjónustu í voða auk þess sem ímynd Skagafjarðar sem áfangastaðar ferðamanna mun bíða álitshnekki," segir í tilkynningu samtakanna.