Í síðustu viku birti Viðskiptablaðið viðtal við umboðsmann ungversku tannlæknastofunnar Kreativ Dental hér á landi sem hyggst aðstoða Íslendinga við að sækja sér tannlækna þjónustu í Ungverjalandi. Í viðtalinu kom m.a. fram að stofan er stór samkeppnisaðila í löndum eins og Noregi og Bretlandi og að hann búist við því að þjónustan komi til með að gjörbreyta hinum íslenska tannlæknamarkaði.

Segir hann að fyrirtækið veita hágæða meðferðir sem séu á bilinu 50-70% lægri en það sem standi til boða hér á landi. Íslenskir tannlæknar segja verðin og yfirlýsingar um gæði stofunnar varla standast skoðun og segjast hafa slæma upplifun af slíkum ferðatannlækningum.

Verðlaun veita ekki upplýsingar um gæði

Ásta Óskarsdóttir, tannlæknir og formaður tannlæknafélags Íslands, segir gott að líta í mörg horn áður en haldið er að stað erlendis til lækninga, hvort sem um tannlækningar er að ræða eða aðrar lækningar.

„Ég var nýverið á fundi í Helsinki með formönnum tannlæknafélaganna á Norðurlöndum en þar var meðal annars var farið yfir þessi mál. Tannlæknar á Íslandi hafa mjög lítið orðið varir við að þeirra sjúklingar séu að fara til annarra landa, en kollegar okkar á Norðurlöndum eru að sjá þetta öðru hvoru,“ segir Ásta.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun. Áskrifendur geta lesið blaðið undir tölublöð, aðrir geta skráð sig í áskrift hér. Meðal annars efnis í blaðinu er:

  • Umfjöllun um nýtt hótel úr ódýru byggingarefni
  • Nýtt íslenskt gin byggt á eldri grunni
  • Komu alþjóðlegrar keðju skrifstofuhótela til landsins
  • Þróun atvinnuleysis á Íslandi frá hruni
  • Hagnað og væntingar um þróun Marel
  • Áhrif þéttingarstefnu Reykjavíkur á jaðarsvæði borgarinnar
  • Þróun ríkisútgjalda nú samanborið við fyrir hrun
  • Afkomuþróun helstu sveitarfélaga landsins við bættar aðstæður
  • Guðni Bergsson, nýr formaður KSÍ, er í ítarlegu viðtali
  • Harða samkeppni í framboði á jepplingum
  • Nýjar lausnir til styrktar verndar íslenskrar náttúru
  • Fjallað er um ársfund Landsvirkjunar í máli og myndum
  • Brugðið er upp svipmyndum af fundi sendiherra Frakklands um frönsku forsetakosningarnar
  • Nýjan lífrænan hamborgarastað í vesturbæ Reykjavíkur
  • Einn fyrsti íslenski keppandinn í heimsmeistaramóti í hjólreiðum er tekinn tali
  • Huginn og Muninn eru á sínum stað auk Týs sem fjallar um um andstöðu þingmanna VG við fríverslun