Noti Seðlabankinn peningastefnuna til að draga úr hækkun eignaverðs er hætt við að það skapi honum óvinsældir á meðal þeirra sem hafa hag af hækkun eignaverðs. Óánægjan gæti brotist út í pólitískum þrýstingi og hótunum um að draga úr sjálfstæði bankans.

Þetta kemur fram í sérriti Seðlabankans um um valkosti landsins í gjaldmiðils og gengismálum.

Lögð er áhersla á það í ritinu að löggjöf seðlabankans verði endurskoðuð með það að markmiði að verja hann enn frekar fyrir pólitískum þrýstingi.

Á móti segir í ritinu að sveiflujöfnun geng eignaverði geri auknar kröfur um gagnsæi og miðlun upplýsinga af hendi Seðlabankans

„Víst er að erfiðara verður að láta seðlabankann standa reikningsskil gerða sinna, eins og ávallt þegar honum eru sett mörg markmið og þá sérstaklega ef markmiðin eru illmælanleg. Einnig þarf að vera skýrt að eignaverð sem slíkt sé ekki meðal markmiða peningastefnunnar með sama hætti og verðstöðugleiki,“ segir í ritinu.

Sérrit Seðlabankans