Christine Lagarde, yfirmaður Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, segir líklegt að stofnunin lækki spá sína fyrir hagvöxt árið 2016. Þetta orsakast meðal annars af lélegri eftirspurn, minnkandi milliríkjaviðskipta og fjárfestingu, í bland við aukinn ójöfnuð.

Lagarde sagði í samtali við Reuters fréttaveituna að leiðtogar G20 ríkjanna þurfi að beita sér fyrir því að auka eftirspurn og tala um mikilvægi milliríkjaviðskipta og hnattvæðingar, ásamt því að berjast gegn ójöfnuði.

Munu endurskoða spánna

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn mun endurskoða spá sína um alþjóðahagkerfið fyrir árið 2016, fyrir árlegan fund sinn, sem fer fram snemma í október 2016.

IMF mun líklega lækka spá sína um hagvöxt í alþjóðahagkerfinu niður í 3,1% árið 2016 og 3,4% árið 2017.