Lánshæfiseinkunnir Þýskalands og fimm annarra ríkja Evrópu, sem standa hvað best af ríkjum álfunnar, gætu lækkað hjá matsfyrirtækinu Standard & Poor´s (S&P). Matsfyrirtækið hefur varað ríkin við mögulegri lækkun. Í dag er einkunn þeirra AAA, en S&P tekur einkunnirnar til endurskoðunar vegna aukinnar óvissu í efnahagsmálum og pólitík á evrusvæðinu.

Financial Times greinir frá málinu. Löndin sem um ræður eru auk Þýskaland, Frakkland, Holland, Austurríki, Finnland og Lúxemborg. Líkurnar á að einkunnir þeirra lækki eru sagðar einn á móti tveimur. Stjórnvöld allra ríkjanna hafa verið látin vita um að einkunnir gætu lækkað í AA+