Hætta er á offjárfestingu í hótelum, ekki síst hótelum í ódýrari kantinum þar sem hagnaður af hverjum gesti er lítill. Sveinn Agnarsson, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, lýsir áhyggjum af þróun mála í samtali við Morgunblaðið . Hann segir ekki sjálfgefið að mikill vöxtur síðustu ára haldi áfram.

Fjallað er um ævintýralegan vöxt í ferðaþjónustu í Morgunblaðinu í dag og er þar rætt við nokkra hótelhaldara og aðra sérfræðinga sem vara við offramboði í gistingu í Reykjavík. Í umfjöllun blaðsins segir m.a. að hótelherbergjum í Kaupmannahöfn hafi fjölgað um 3.000 á skömmum tíma og það leitt til offramboðs á gistirými í borginni.