Greiðslumiðlunarfyrirtækið Valitor vill vara við svikapóstum sem sendir hafa verið í nafni Valitor.

„Fólki er eindregið ráðlagt að opna póstana ekki, smella ekki á hlekkinn sem fylgir með og gefa ekki undir neinum kringumstæðum upp kortaupplýsingar," segir í tilkynningu. „Valitor biður aldrei um slíkar upplýsingar í tölvupósti. Best er að eyða póstinum strax.
Vert er að taka fram að Valitor hefur ekki orðið fyrir tölvuárás heldur er um að ræða svikapósta til almennings."