Íslandsbanki hefur sent frá sér tilkynningu þar sem varað er við tölvupóstum sem sendir hafa verið út í nafni Símans. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Íslandsbanka.

„Efni tölvupóstsins er að móttakandi tölvupóstsins hafi greitt reikning frá Símanum tvisvar og eigi von á endurgreiðslu. Til þess að fá endurgreiðsluna er móttakandinn beðinn um að smella á tengil og gefa síðan upp kreditkortaupplýsingar,“ segir í viðvörun Íslandsbanka.

Bankinn ítrekar jafnframt að lögmætur aðili biðji aldrei um slíkar upplýsingar í gegnum tölvupóst og er um svik að ræða í öllum tilfellum sem þessum.