Oeystein Olsen, bankastjóri Seðlabanka Noregs varaði við mikilli notkun olíusjóðsins undanfarið. Þetta kom fram í árlegri ræðu bankastjórans í Osló í gær. Hann spáði því einnig að stjórnvöld myndu þurfa að nota tæplega 1.300 milljarða íslenskra króna úr sjóðnum á árinu.

Hann sagði að lækkandi olíuverð mun hafa mikil áhrif á stöðu Noregs, með það tímabil vaxtar hjá sjóðnum sem sé að baki og með óvissa ávöxtun til framtíðar þá sé slík eyðsla úr sjóðnum ekki góð leið til að tryggja stoðir Noregs.

Lækkandi olíuverð hefur dregið verulega úr tekjum þjóðarbús Noregs. Í  október tilkynnti ríkisstjórnin að hún ætlaði að nota 4,9 milljarða norskra króna úr sjóðnum, eða 73 milljarða íslenskra króna, en þetta er stærsta úttekt í sögu sjóðsins. Olíuverð hefur lækkað um 32% til viðbótar síðan þá og samkvæmt Olsen gæti upphæðin sem stjórnvöld þurfi að taka út til að ná sama markmiði hafa tuttugufaldast.