Sigurður Erlingsson, forstjóri Íbúðalánasjóðs, segir að sjóðurinn sé með sterkt eiginfjárhlutfall og geti borgað af skuldum næstu tvö til þrjú árin. Fái hann hins vegar ekki áætlað fjárframlag upp á 4,5 milljarða króna getur fari af stað atburðarrás sem hefði slæmar afleiðingar. Þetta er mat Sigurðar Erlingssonar, forstjóra Íbúðalánasjóðs.

Fram kom í kvöldfréttum RÚV að Sigurður hafi verið á meðal þeirra gesta sem komu fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í dag. Þar var málefni Íbúðalánasjóðs efst á baugi. Hallur Magnússon , fyrrverandi sviðsstjóri hjá sjóðnum, kom í morgun á fund nefndarinnar.

Sigurður sagði sjóðinn með sterkt eiginfjárhlutfall og geta borgað af skuldum næstu 2-3 árin. Hann benti þó á að skili fjárframlagið sér ekki þá geti eigið fé Íbúðalánasjóðs gengið sér til þurrðar. Gerist það sé verið að leika sér að eldinum enda geti svo farið að í kjölfarið geti vextir hækkað og það gert fólki erfitt um vik að fjármagna húsnæðislán sín.