Finnur Reyr Stefánsson, fjárfestir og varaformaður stjórnar Kviku fjárfestingabanka seldi tæplega 2% hluta í bréfum sínum í bankanum. Frá þessu er greint í DV .

Hjónin Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir og Guðmundur Örn Þórðarson, fyrrverandi eigiendur Skeljungs, og Sigurður Bollason, keyptu í lok nóvember 15% hlut í Kviku. Þá seldi fjárfestingafélagið Snæból, sem er í eigu Finns og eiginkonu hans, Steinunnar Jónsdóttur, 1,87% hlut í bankanum. Þau eru þó enn meðal stærstu hluthafa í Kviku með 7,32% hlut eftir viðskiptin í gegnum eignarhald sitt á Siglu. Sem þau eiga með Tómasi Kristjánssyni, viðskiptafélaga sínum.