Varaforsetar FIFA hafa verið handteknir í Sviss og liggja undir grun um að hafa tekið við mútum sem nema einhverjum milljónum dala.

Talið er að varaforsetarnir hafi þegið fé fyrir að selja markaðsréttindi til ákveðinna aðila um fram aðra í Suður-Ameríku.

Meðstjórnendurnir sem heita Alfredo Hawit og Juan Angel Napout voru handteknir á Baur au Lac hótelinu í Zurich þar sem nokkrir embættismenn FIFA hafa áður verið handteknir, nú síðast í maí síðastliðnum.

Framkvæmdastjórn FIFA hefur setið við fundarhöld í Zurich þar sem hún kýs um endurbætur og breytingar á stefnum sínum. Framkvæmdastjórnin segist munu vera fyllilega samstarfsfús rannsóknum bandarískra og svissneskra löggæslumanna.

Handtökurnar voru gerðar á vegum bandaríska dómsmálaráðuneytisins sem rannsakar nú spillingu og mútur í stofnuninni, sem eru heimssamtök knattspyrnu og skipulagsaðili helstu knattspyrnuviðburða.