*

laugardagur, 29. janúar 2022
Innlent 15. ágúst 2019 08:39

Varaforsetinn kemur 3. september

Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna mun koma til Ísland til að styrkja böndin vegna ógnarinnar af Rússum.

Ritstjórn
epa

Varaforseti Bandaríkjanna, Mice Pence fyrrum ríkisstjóri Virginíu, kemur til Íslands 3. september næstkomandi en í ferð sinni mun hann jafnframt heimsækja Bretland og Írland.

Ferðinni til Íslands er ætlað að styrkja böndin milli bandalagsríkjanna þriggja vegna hernaðarlegs mikilvægis norðurslóða og aðgerðum Nato til að hindra ógnina af tilraunum Rússa til að seilast til áhrifa á svæðinu.

Síðan mun varaforsetinn eyða 4. og 5. september í Bretlandi til að styrkja tvíhliða efnahagssamband ríkjanna í aðdraganda úrsagnar landsins úr Evrópusambandinu, sem og til að styrkja böndin vegna ógnarinnar af aðgerðum Íran í Mið-Austurlöndum og víðar og loks vegna ógnarinnar af aðgerðum Kína til að víkka út áhrifanet sitt, meðal annars í gegnum tæknibúnað.

Í ferð sinni til Írlands 6. september mun varaforsetinn leggja áherslu á skuldbyndingu Bandaríkjanna til að viðhalda friði, hagsæld og stöðugleika á írsku eyjunni með því að styja við friðarsamninganna kennda við Föstudaginn langa, auka við tvíhliða viðskipti og fjárfestingar og styrkja efnahagssamband ríkjanna.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá bandaríska Pvíta húsinu. Mike Pence er nýorðinn sextugur, hann er lögfræðingur frá Indiana háskóla. Jafnframt hefur hann starfað sem útvarpsmaður.

Mike Pence er þekktur fyrir að hafa lýst því yfir að hann væri „kristinn, íhaldssamur og repúblikani, í þeirri röð“. Jafnframt hefur svokölluð Pence regla stundum verið kennd við hann, þó sé í raun mun eldri, þar sem hann setti sjálfum sér að vera aldrei einn í herbergi með annarri konu en sinni eigin.

Þegar Pence varð ríkisstjóri í Indiana árið 2013 kom hann mestu skattalækkun í sögu ríkisins í gang sem og ýtti á frekari aðgerðir í menntamálum.

Stikkorð: Bandaríkin Bandaríkin Nato Mike Pence