Rannsóknarnefnd sem Alþingi vill að verði skipuð á að leita sannleikans, eins og það er orðað, um aðdraganda og orsök falls íslensku bankanna og tengdra atburða.

„Þá skal hún leggja mat á hvort um mistök eða vanrækslu hafi verið að ræða við framkvæmd laga og reglna um fjármálastarfsemi á Íslandi og eftirlit með henni, og hverjir kunna að bera ábyrgð á því,“ eins og segir í lagafrumvarpinu.

Formenn stjórnmálaflokkanna leggja frumvarpið fram ásamt forseta þingsins. Sá síðarnefndi, Sturla Böðvarsson, mælti fyrir frumvarpinu á Alþingi í fyrradag.

Í nefndina skal skipa þrjá aðila; Einn Hæstaréttardómara, umboðsmann Alþingis og hagfræðing, löggiltan endurskoðanda eða háskólamenntaðan sérfræðing.

Nefndinni er heimilt að leita sérfræðilegrar aðstoðar innlendra og erlendra aðila. Þagnarskylda hvílir á nefndarmönnum og öðrum þeim sem vinna að rannsókninni.

Stefnt skal að því að endanlegri skýrslu um rannsókn nefndarinnar verði skilaði til Alþingis eigi síðar en 1. nóvember 2009.