Í ávarpi sem var haldið til þess að minnast að fjögur ár eru liðin frá upphafi innrásar bandaríska stjórnvalda í Írak sagði George Bush, forseti, að lengri tíma þurfi áður en að fjölgun hermanna í Bagdad og Anbar -héraði taki að skila árangri og að skálmöldin sem ríkir þar verði kveðin niður.

Forsetinn varaði jafnframt við afleiðingum þess að kalla bandarískt herlið heim áður en að það ljúki verkefni sínu í landinu. Á sama tíma og upphaf innrásarinnar er minnst mun frumvarp demókrata um að fjárstuðningur við hernaðinn í Írak og Afganistan, sem nemur um 125 milljörðum Bandaríkjadala á þessu ári, verði skilyrtur þannig að kalla verði herlið heim frá Írak fyrir haustið 2008 lagt fram í fulltrúadeildinni.