Xi Jinping, forseti Kína, hefur hefur hvatt seðlabanka vestrænna ríkja til að hækka stýrivexti ekki of hratt, en margt þykir benda til þess að fjölda ríkjanna muni grípa til vaxtahækkanna þar sem verðbólga skekur alþjóðamarkaði. Óttast kínverski forsetinn að með því að stíga þétt á bremsuna geti vestrænu þjóðirnar hægt á bata heimshagkerfisins. Þetta var meðal þess sem kom fram í erindi hans á Heimsviðskiptaráðstefnunni (e. World Economic Forum) sem hófst í gær og er að þessu sinni á stafrænu formi. CNN greinir frá.

Kórónuveirufaraldurinn hefur leikið heimshagkerfið grátt og hefur kínverski forsetinn hvatt þjóðir sem leika lykilhlutverk í heimshagkerfinu að samræma verðbólguaðgerðir sínar til að freista þess að koma í veg fyrir að hægja taki á hjólum heimshagkerfisins.

„Ef stór hagkerfi stíga þéttingsfast á bremsuna eða taka u-beygju í peningastefnum sínum, mun það hafa gífurlega neikvæð smitáhrif," sagði Jinping, sem vill meina að þetta myndi skapa stórar áskoranir fyrir heimshagkerfið og fjármálastöðugleika þess, sem þróunarlönd myndu bera hitan og þungan af.