Forstjóri Goldman Sachs, David Solomon, segir að ef útganga Bretlands úr ESB verði „erfið“ þá gæti það bitnað á fjárfestingaáætlunum fyrirtækisins í Bretlandi. BBC greinir frá.

David sagði í samtali við BBC að síðastliðinn tvö ár hafi Goldman Sachs látið það vera að ráða inn nýtt starfsfólk í Bretlandi, en á sama tíma hafi starfsmönnum fjölgað í ESB löndunum.

Hann segir jafnframt að útkoma Brexit muni hafa áhrif á ákvarðanir tengdar starfsmönnum bankans í Bretlandi, en alls starfa 6.000 manns hjá bankanum í Bretlandi.