Breska verslunarkeðjan Marks & Spencer (M&S) hefur varað við að breytingar á Brexit reglum sem taka gildi í næsta mánuði geti valdið vandræðum á framboði matvæla. Félagið hefur sagt við birgja að bresk stjórnvöld og Evrópusambandið séu ekki viðbúinn fyrir nýrri bylgju af skriffinnsku þegar umþóttunartíma fyrir innflutningsskjöl lýkur. BBC segir frá .

Nýju reglurnar valda því að flutningabílstjórar þurfa að sýna fram á um 700 blaðsíðna skjöl þegar þeir ferðast yfir landamæri. M&S mun hafa varað birgja við vandamálum á borð við skort á eftirliti á nauðsynlegum skjölum. Verslunarkeðjan segir einnig að stjórnvöld hafi ekki þýtt reglur yfir á staðbundin tungumál og að sumar stofnarnir „virðast ekki vita hvers sé þörf á“ frá fyrirtækjum.

M&S segir í bréfinu til birgja að sumar skrifstofur í ESB ríkjum vinni einungis á hefðbundnum vinnutímum, frá mánudegi til föstudags, og muni því ekki ná að halda í við hinn mikla hraða á flutningum yfir landamæri.

Verslunarkeðjan segir að Evrópumarkaðurinn vegi yfir fjórðung af öllum innfluttum matvælum til Bretlands og bætti við að ef nálgunin í þessum málum ráðist ekki af heilbrigðri skynsemi (e. common sense) „þá muni það valda tjóni fyrir alla hlutaðeigandi aðila“.

Breytingarnar bætast ofan á þegar erfiðar aðstæður á breska matvörumarkaðnum en skortur hefur verið á ýmsum vörum, meðal annars vegna mönnunarvanda.