Sir Mervyn King, seðlabankastjóri Englandsbanka sem nefndur hefur verið valdamesti maðurinn í bresku efnahagslífi, þrýsti á breska banka í dag að búa sig undir hugsanlegt hrun evrusvæðisins. Bretlandi mun óumflýjanlega lenda í svelgnum.

© Gunnhildur Lind Photography (Gunnhildur Lind Photography)

Franska AFP-fréttastofan segir stjórnvöld í Bretlandi vara við því að landið standi á barmi nýrrar kreppu, gjaldmiðlaskiptasamningar sex stærstu seðlabanka heimsins eigi að koma í veg fyrir að sú verði raunin. Englandsbanki er á meðal seðlabankanna sex.

Fréttastofan hefur eftir King að að skuldakreppan á evrusvæðinu hafi veikt stoðir fjármálakerfisins og megi ekki útiloka að aðstæður versni.