Zhou Xiaochuan, bankastjóri Seðlabanka Kína segir að skuldir kínverskra fyrirtækja sé orðið of háar sem hlutfall af vergri landsframleiðslu. Þetta kom fram í erindi sem hann hélt á ráðstefnu í Peking um helgina.

Hann sagði að fyrirtæki í Kína hefðu farið á lána-fyllerí undanfarið og ráðist í óhóflega stórar og margar yfirtökur erlendis. Zhou sagði að lántaka í landinu væri og mikil, sérstaklega hjá fyrirtækjum, og að núverandi staða auki á áhættuþætti í kínverskum efnahag. Hann bætti við að óhófleg skuldasöfnun undanfarið, sérstaklega hjá nýmarkaðsríkjum, minnti óþægilega á þróunina fyrir hrun. Heildarskuldastaða Kína er 230% af VLF en fyrirtækjaskuldir eru 160% af VLF.

Ráðamenn í Kína hafa vaxandi áhyggjur af aukinni skuldasöfnun í Kína en Moody's lækkaði nýlega lánshæfismat ríkissjóðs Kína.

Samkvæmt tölum frá Deallogic þá nemur virkni Kína í samrunum og yfirtökum erlendis yfir 100 milljörðum Bandaríkjadala það sem af er ári.