*

laugardagur, 8. ágúst 2020
Erlent 9. júlí 2020 10:50

Varar við tekjufalli á næstu sjö árum

Hlutabréf Rolls Royce hafa lækkað um meira en 8% í dag vegna væntinga fyrirtækisins um samdrátt á næstu sjö árum.

Ritstjórn
epa

Rolls-Royce hefur tilkynnt að það muni sækja sér 750 milljónir punda af lausafé fyrir árið 2022 þrátt fyrir væntinga um töluvert lægri tekjur frá hreyflastarfsemi fyrirtækisins á næstu sjö árum. Financial Times segir frá. 

Félagið sagði í tilkynningu fyrr í dag að það hafi lokað stöðu á þriðjungi af 37 milljarða dollara framvirkum samningi vegna væntinga um minni sölu á hreyflum og flugtíma þeirra. Kostnaðurinn við að loka stöðunni mun nema um 1,45 milljarða punda á næstu sjö árum. 

Warren East, forstjóri Rolls Royce, sagði að vírusinn hafi búið til „sögulegt högg á almenningsflugiðnaðinn sem mun taka nokkur ár að ná sér“. 

Sjá einnig: Rolls Royce sett í ruslflokk

Flugtími hreyfla, sem er einn aðaltekjuliður fyrirtækisins, féll um 75% á öðrum ársfjórðungi. Búist er við að flugtíminn falli um 55% á árinu miðað við fyrra ár og að hann verði 30% lægri árið 2021 miðað við 2019. 

Fyrirtækið býst nú við að sjóðsstreymi þessa árs muni nema fjórum milljörðum punda, þar af koma þrír milljarðar frá fyrri helming ársins. Hlutabréf Rolls Royce hafa fallið um meira en 8% í dag eftir tilkynninguna og um rúmlega 61% á árinu. 

Stikkorð: Rolls Royce Warren East