Stýrivaxtaákvörðun bandaríska seðlabankans verður tilkynnt í næstu viku en allt lítur út fyrir að bankinn muni hækka vexti í fyrsta skipti frá árinu 2006. Janet Yellen, bankastjóri Bandaríska seðlabankans, hefur ítrekað gefið í skyn að vaxtahækkun sé líkleg á árinu en aðeins þrír fundir eru eftir um peningastefnuna á árinu þar sem hún getur breytt vaxtastefnu bankans.

Í samtali við Financial Times um málið segir Kaushik Basu, aðalhagfræðingur Alþjóðabankans (e. World Bank) að ef Bandaríski seðlabankinn hækkar stýrivexti í næstu viku eru líkur á því að ákvörðunin valdi ólgu í nýmarkaðsríkjum.

„Ég er ekki svo viss um að vaxtahækkun muni valda stóru kreppuástandi en hún mun valda ólgu til skamms tíma,“ sagði Basu. „Það eru uppsöfnuð áhrif vegna slæmra fregna síðustu tveggja vikna í tengslum við gengislækkunar júansins í Kína ofan í þessa vaxtahækkun sem mun valda skelfingu og umróti.“

Nánar er fjallað um málið á vef Financial Times.