*

fimmtudagur, 20. júní 2019
Erlent 22. maí 2019 07:30

Varar við verðhruni Tesla

Einn af aðdáendum Tesla á Wall Street hefur nú varað við verðhruni á hlutabréfum fyrirtækisins.

Ritstjórn
Elon Musk, forstjóri Tesla
epa

Einn af aðdáendum Tesla á Wall Street hefur nú varað við verðhruni á hlutabréfum fyrirtækisins. Spáir hann að hlutabréfin muni hrynja niður í 10 dollara á hlut en hlutabréfin eru nú metin á 205 dollara á hlut. Þetta kemur fram í frétt Financial Times.

Greinandi hjá Morgan Stanley segir í samtali við Financial Times að búast megi við hruni á hlutabréfum fyrirtækisins og líkur séu á því að fyrirtækið muni kalla eftir fjárhagslegri- og stagetískri aðstoð.

Hlutabréf fyrirtækisins hafa fallið um 40% það sem af er ári og forsvarsmenn Tesla vildu ekki tjá sig við Financial Times þegar eftir því var kallað. 

Stikkorð: Tesla
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is