Einn af aðdáendum Tesla á Wall Street hefur nú varað við verðhruni á hlutabréfum fyrirtækisins. Spáir hann að hlutabréfin muni hrynja niður í 10 dollara á hlut en hlutabréfin eru nú metin á 205 dollara á hlut. Þetta kemur fram í frétt Financial Times .

Greinandi hjá Morgan Stanley segir í samtali við Financial Times að búast megi við hruni á hlutabréfum fyrirtækisins og líkur séu á því að fyrirtækið muni kalla eftir fjárhagslegri- og stagetískri aðstoð.

Hlutabréf fyrirtækisins hafa fallið um 40% það sem af er ári og forsvarsmenn Tesla vildu ekki tjá sig við Financial Times þegar eftir því var kallað.