Varasjóðir Rússlands gætu orðið tómir fyrir lok þessa árs ef breyting verður ekki á. Mikil lækkun á heimsmarkaðsverðs olíu og gasi hefur haft slæmt áhrif á efnahag Rússlands, en um helmingur tekna Rússlands koma frá sölu á olíu og gasi.

Fjárlög Rússlands gerðu ráð fyrir að heimsmarkaðsverð á olíu myndi vera 50 dalir á tunnu, en það er nú komið undir 30 dali á tunnuna. Sérfræðingar í málefnum Rússland telja nú að ef ekki verði skorið verulega niður í fjárlögum Rússlands þá muni landið tæma alla gjaldeyris- og varasjóði landsins fyrir lok þess árs. Eignir sjóðanna námu 59 milljörðum dala í nóvember sl. en það nemur um 7.650 milljörðum króna.

Rússneska rúblan hefur einnig fallið mikið í verði gagnvart Bandaríkjadal undanfarið. Í febrúar 2014 var hlutfallið ein 35 rúblur á móti einum Bandaríkjadal en í dag er hlutfallið 76,4 rúblur á móti einum dal, en sérfræðingar telja að hún gæti farið yfir 90 rúblur gegn einum dal. Þetta hefur haft tvíþætt áhrif á efnahag Rússlands. Annars vegar hækka tekjur af olíusölu, en olíuviðskipti um allan heim fara fram í Bandaríkjadal. Hins vegar hefur þetta þau áhrif að innfluttar vörur hafa hækkað verulega í verði.

Fjármálaráðherra Rússlands, Anton Siluanov, sagði nýlega að ef að ríkisreikningurinn er ekki skorinn niður um 10% þá muni Rússlands kreppan frá 1998 endurtaka sig, en þá var mikið verðbólguskot og eignir margra Rússa þurkuðust út.