Það er ekki aðeins á Íslandi sem nær allar fréttir eru undirlagðar af heimsfaraldrinum. En hins vegar er það svo að fólk er mistrúað á þær fréttir, sem þeim eru sagðar. Þannig hafa sumir bent á að vestur í Bandaríkjunum hafi margir verið seinir til þess að leggja trúnað við fregnir af yfirvofandi faraldri, allt þar til það var um seinan.

Hluti af skýringunni á því kann að vera minnkandi traust til fjölmiðla vestanhafs, sem er langvinn og almenn þróun. Og þá sjálfsagt ekki síður um svo sérhæft efni, en samkvæmt öðrum könnunum trúir almenningur blaðamönnum minnst allra stétta eða stofnana um faraldursfræðileg efni.